Hellishólar
Hellishólar

Fréttir

LPGA: Knight með sinn fyrsta sigur á mótaröðinni
Cheyenne Knight.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 7. október 2019 kl. 05:42

LPGA: Knight með sinn fyrsta sigur á mótaröðinni

Volunteers of America Classic mótið á LPGA mótaröðinni lauk í gær. Það var bandaríski kylfingurinn og nýliði á mótaröðinni Cheyenne Knight sem fagnaði sigri.

Knight var einu höggi á eftir fyrir lokadaginn. Hún lék aftur á móti frábært golf þar sem hún tapaði engu höggi, heldur fékk hún fimm fugla og endaði því hringinn á 66 höggum. Mótið endaði hún á 18 höggum undir pari, tveimur höggum betur en þær Brittany Altomare og Jaye Marie Green.

Fyrir helgina hafði Knight leikið í 18 mótum á mótaröðinni og aðeins komist í gegnum niðurskurðinn í níu þeirra. Þetta er hennar fyrsti sigur á LPGA mótaröðinni en hún er á sínu fyrsta ári á mótaröðinni.

Hér má sjá lokastöðuna.