Fréttir

LPGA: Korda leiðir fyrir lokahringinn
Nelly Korda.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 28. febrúar 2021 kl. 11:30

LPGA: Korda leiðir fyrir lokahringinn

Bandaríski kylfingurinn Nelly Korda er með eins höggs forystu fyrir lokahringinn á Gainbridge LPGA mótinu sem fer fram á LPGA mótaröðinni í golfi.

Korda er á 13 höggum undir pari eftir fyrstu þrjá hringi mótsins en hún hefur leikið þá á 67, 68 og 68 höggum.

Korda er höggi á undan Patty Tavatanakit og þremur höggum á undan þeim Angel Yin, Jin Young Ko og Lydia Ko.

Risameistarinn tífaldi, Annika Sörenstam, er neðst á meðal þeirra kylfinga sem komust í gegnum niðurskurðinn. Sörenstam lék þriðja hringinn á 79 höggum og er á 9 höggum yfir pari fyrir lokahringinn.

Lokahringur mótsins fer fram í dag, sunnudag.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.