Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

LPGA: Korda með þriggja högga forystu fyrir lokahringinn
Nelly Korda.
Laugardagur 16. febrúar 2019 kl. 16:04

LPGA: Korda með þriggja högga forystu fyrir lokahringinn

Hin bandaríska Nelly Korda er með þriggja högga forystu eftir þrjá hringi á ISPS Handa Women's Australian Open sem fer fram á LPGA mótaröðinni um helgina.

Korda er á 12 höggum undir pari í mótinu, þremur höggum á undan Haru Nomura. Á þriðja keppnisdegi lék Korda á 67 höggum þar sem hún fékk sex fugla og tvo skolla.

Jeongeun Lee, Jodi Ewart Shadoff og Wei-Ling Hsu eru jafnar í 3. sæti á 8 höggum undir pari.

Valdís Þóra Jónsdóttir keppti í úrtökumóti fyrir mótið en náði ekki að tryggja sér keppnisrétt að þessu sinni.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)