Hellishólar
Hellishólar

Fréttir

LPGA: Ólafía sjö höggum frá því að komast áfram
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 9. júní 2019 kl. 09:30

LPGA: Ólafía sjö höggum frá því að komast áfram

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, komst ekki áfram á Shoprite mótinu sem haldið er í New Jersey í Bandaríkjunum á LPGA mótaröðinni í golfi.

Ólafía spilaði fyrsta hringinn á fjórum höggum yfir pari og þann næsta á þremur höggum yfir pari. Skor hennar dugði ekki til þess að komast áfram en hún hefði þurft að leika sjö höggum betur.

Fyrir lokahring mótsins er Jeongeun Lee6 með eins höggs forystu á 10 höggum undir pari. Mariah Stackhouse er næst, höggi á undan þremur öðrum kylfingum.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.