Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

LPGA: Park fagnaði öruggum sigri
Inbee Park.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 16. febrúar 2020 kl. 08:55

LPGA: Park fagnaði öruggum sigri

Inbee Park fagnaði öruggum sigri á ISPS Handa Women's Australian Open mótinu sem lauk í morgun á LPGA mótaröðinni. Hún endaði mótið á 14 höggum undir pari.

Fyrir daginn var Park með þriggja högga forystu og náði aldrei neinn að ógna því forskoti. Hún lék á 74 höggum í dag, þar sem hún fékk fjóra skolla, þrjá fugla og restina pör. Þrátt fyrir að leika á einu höggi yfir pari endaði Park þremur höggum á undan næstu konu.

Ein í öðru sæti á 11 höggum undir pari varð Amy Olson. Hún átti einn af betri hringjum dagsins er hún kom í hús á 70 höggum, eða þremur höggum undir pari.

Park hefur nú unnið 20 mót á LPGA mótaröðinni og er hún komin í 26. sæti yfir þá kylfinga sem hafa unnið flest mót á mótaröðinni.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.