Hellishólar
Hellishólar

Fréttir

LPGA: Shadoff með eins höggs forystu
Jodi Ewart Shadoff.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 13. febrúar 2020 kl. 09:49

LPGA: Shadoff með eins höggs forystu

Fyrsti hringur ISPS Handa Women's Australian Open mótsins fór fram í nótt en mótið er hluti af LPGA mótaröðinni. Það er hin enska Jodi Ewart Shadoff sem er í forystu eftir fyrsta hring á sjö höggum undir pari.

Shadoff gerði engin mistök á fyrsta hringnum, hún fékk sjö fugla og restina pör. Hún kom því í hús á 66 höggum og er hún höggi á undan næstu kylfingum.

Jafnar í öðru sæti á sex höggum undir pari eru þær Jeongeun Lee6 og Inbee Park. Lee6 fékk átt fugla á hringnum í dag en á móti fékk hún tvo skolla. Á meðan fékk Park sex fugla, tvo skolla en fékk líka einn örn.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.