Prósjoppan mottumars
Prósjoppan mottumars

Fréttir

LPGA: Sörenstam mætir aftur
Annika Sörenstam.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 9. febrúar 2021 kl. 17:17

LPGA: Sörenstam mætir aftur

Tæpum 13 árum eftir síðasta sigurinn er Annika Sörenstam skráð aftur til leiks á LPGA mótaröðina í golfi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá LPGA mótaröðinni á Twitter.

Sörenstam mun spila á Gainbridge LPGA í Orlando sem fer fram dagana 25.-28. febrúar á Lake Nona golfvellinum en það er einmitt heimavöllurinn hennar.

Þetta verður fyrsta mót Sörenstam á LPGA mótaröðinni frá því að hún spilaði í lokamóti ársins 2008. Ferill Sörenstam er magnaður en hún sigraði á 72 mótum á LPGA mótaröðinni og þar af á 10 risamótum.

Undanfarin ár hefur Sörenstam látið lítið fyrir sér fara í keppnisgolfi en hún keppti þó á PNC Challenge mótinu í desember og var svo á meðal frægra í Pro/Am hluta DR Tournament of Champions mótsins í síðasta mánuði á LPGA mótaröðinni.