Fréttir

LPGA: Tvær jafnar á toppnum
Jennifer Kupcho.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 5. mars 2021 kl. 21:57

LPGA: Tvær jafnar á toppnum

Annar dagur LPGA Drive On meistaramótinu fór fram í dag. Þegar mótið er hálfnað eru þær Jennifer Kupcho og Austin Ernst sem deila efsta sætinu, tveimur höggum á undan næsta kylfingi.

Bæði Kupcho og Ernst eru búnar að leika báða hringi mótsins á 67 höggum, eða fimm höggum undir pari. Kupcho var um tíma komin ein í forystu á 11 höggum undir pari en tapaði höggi undir lokin á meðan Ernst tapaði ekki höggi á hringnum í dag.

Carlota Ciganda lék best allra í dag en hún kom í hús á 65 höggum, eða sjö höggum undir pari. Hún er ein í öðru sæti á átta höggum undir pari. Nelly Korda, sem var í forystu eftir fyrsta hringin, er á sjö höggum undir pari eftir daginn í dag og er ein í fjórða sæti.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.