Fréttir

LPGA: Valdís í frábærri stöðu fyrir lokahringinn
Valdís Þóra Jónsdóttir.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 25. ágúst 2019 kl. 10:25

LPGA: Valdís í frábærri stöðu fyrir lokahringinn

Valdís Þóra Jónsdóttir GL leikur í dag lokahringinn á 1. stigs úrtökumóti fyrir LPGA mótaröðina sem haldið er í Kaliforníu.

Valdís er á höggi undir pari eftir fyrstu þrjá hringi mótsins og komst því örugglega í gegnum niðurskurðinn eftir þrjá hringi. 

Fyrir lokahringinn er Valdís jöfn í 36. sæti en búið er að tilkynna að 95 efstu kylfingarnir haldi áfram á annað stigið.

Eins og staðan er núna miðast niðurskurðurinn við +3 og því þarf Valdís einfaldlega að halda uppteknum hætti á lokahringnum og þá flýgur hún í gegn.

Valdís fer út klukkan 12:10 að staðartíma á lokahringnum eða klukkan 19:10 að íslenskum tíma og mun því væntanlega ljúka leik um miðnætti.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.