Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Markmið Katrínar Emblu að komast í gegnum niðurskurðinn
Frá vinstri, Katrín Embla, Una Karen og Sigurást Júlía.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
fimmtudaginn 7. ágúst 2025 kl. 13:03

Markmið Katrínar Emblu að komast í gegnum niðurskurðinn

Íslandsmótið í höggleik hófst í morgun á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði og eru tæplega 150 keppendur skráðir til leiks. Kylfingur mun sinna mótinu mjög vel og verður rölt og spjall tekið með kylfingum á meðan viðkomandi kylfingur klárar golfholu. Fyrsti viðmælandinn er Katrín Embla Hlynsdóttir frá Golfklúbbi Selfoss. Kylfingur hitti hana eftir upphafshöggið á 1. holu en hún fór út kl. 11:46 ásamt Sigurást Júlíu Arnarsdóttur sem er heimamanneskja, þ.e. hún er í Golfklúbbum Keili sem heldur mótið, og Unu Karen Guðmundsdóttur, úr GKG.

Í spjallinu við Katrínu kom m.a. fram að hennar markmið er að komast í gegnum niðurskurðinn en hún var sú síðasta til að hljóta keppnisrétt í mótinu, hún þurfti að taka þátt í forkeppni og var síðust inn í Íslandsmótið. Byrjun Katrínar lofaði góðu, hún tók öruggt par á fyrstu holu.

Örninn 2025
Örninn 2025