Fréttir

Masters: DeChambeau fór holu í höggi á 16. holu
Bryson DeChambeau.
Sunnudagur 14. apríl 2019 kl. 13:18

Masters: DeChambeau fór holu í höggi á 16. holu

Bandaríkjamaðurinn Bryson DeChambeau fór holu í höggi á einni frægustu golfholu heims í dag, 16. holunni á Augusta National.

DeChambeau, sem hóf leik á 10. holu í morgun, var á tveimur höggum yfir pari eftir sex holur en kom sér niður á parið með draumahögginu.

Eins og við var að búast fagnaði DeChambeau högginu vel og innilega.

Myndband af högginu má sjá hér fyrir neðan.

Efstu menn eru farnir af stað á lokahringnum í mótinu. Hér er hægt að sjá stöðuna.

Sjá einnig:

Myndband: Mickelson og DeChambeau grátlega nálægt holu í höggi

Ísak Jasonarson
[email protected]