Hellishólar
Hellishólar

Fréttir

Masters frestað!
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 13. mars 2020 kl. 15:41

Masters frestað!

Fyrsta risamóti ársins, Masters, hefur verið frestað og ákvörunin er auðvitað vegna Coronu veirunnar. Það er því ljóst að mót atvinnumanna á efsta stigi í heiminum verða ekki næstu 4 vikurnar en í gærkvöldi var ákveðið að hætta keppni á Player’s mótinu. Einnig var tilkynnt um að næstu mót að Masters mótinu yrði aflýst. Ákvörðun mótshaldara Masters kom svo í morgun og kemur fáum á óvart.

Ekki er ólíklegt að Tiger Woods sem vann sinn 14. Risatitil á Masters í fyrra sé sáttur en hann hefur ekki náð sér enn af meiðslum og ekkert leikið undanfarnar vikur.