Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Masters mörg ár aftur í tímann - aðgengilegt á Youtube
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 16. mars 2020 kl. 10:06

Masters mörg ár aftur í tímann - aðgengilegt á Youtube

Engin golfmót verða næstu vikurnar og eitt af þeim sem hefur verið frestað er Masters. Forráðamenn mótsins vilja koma til móts við golfáhugafólk með því að opna fyrir sjónvarpsefni á Youtube rásinni frá mótinu rúmlega áratug aftur í tímann og vel það. Fimmtíu síðustu lokahringir mótsins eru núna aðgengilegir á Youtube auk annars efnis frá þessu fræga risamóti. Það er hægt að sjá lokahringinn 1986 þegar Jack Nicklaus sigraði eða þegar Gary Player vann 1978 á eftirminnilegan hátt. Allt á Youtube síðu Masters.

Umræða hefur verið um það að undanförnu að hugsanlega verði mótið ekki haldið í ár.