Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Masters: Rory með Dustin og Cantlay í holli
Rory McIlroy.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 11. nóvember 2020 kl. 10:22

Masters: Rory með Dustin og Cantlay í holli

Það er fátt annað sem kemst að í golfheiminum þessa stundina en Masters mótið, síðasta risamót ársins hjá körlunum, en það hefst á morgun á Augusta National vellinum í Georgíu fylki.

Rástímar eru klárir fyrir fyrstu tvo hringi mótsins og er að finna nokkur mjög spennandi holl sem verður spennandi að fylgjast með.

Örninn 2025
Örninn 2025

Helstu hollin eru eftirfarandi: 

- Jon Rahm, Bryson DeChambeau og Louis Oosthuizen
- Xander Schauffele, Jason Kokrak og Henrik Stenson
- Tiger Woods, Shane Lowry og Andy Oletree (A)
- Bubba Watson, Matt Wolff og Tommy Fleetwood
- Justin Thomas, Matt Fitzpatrick og Brooks Koepka
- Dustin Johnson, Patrick Cantlay og Rory McIlroy

Hér er hægt að sjá öll hollin sem og stöðuna í mótinu.


Matt Wolff.


Xander Schauffele.


Dustin Johnson.


Justin Thomas.


Jon Rahm.


Tiger Woods hefur titil að verja.