Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

McIlroy: Ég verð að halda áfram að koma mér í þessa stöðu
Rory McIlroy.
Mánudagur 7. janúar 2019 kl. 18:56

McIlroy: Ég verð að halda áfram að koma mér í þessa stöðu

Norður-Írinn Rory McIlroy varð að sætta sig við 4. sæti á Sentry Tournament of Champions mótinu sem fór fram um helgina á PGA mótaröðinni eftir að hafa verið í lokahollinu líkt og svo oft áður undanfarna mánuði.

Frá því í janúar í fyrra hefur McIlroy nú verið sjö sinnum í lokahollinu á sunnudegi en alltaf mistekist að sigra. Eini sigurinn hans í fyrra kom á Arnold Palmer Invitational mótinu þar sem hann kom aftan frá á lokasprettinum með hring upp á 64 högg.

McIlroy var þó nokkuð sáttur með lokahringinn um helgina.

„Hugarfarið mitt var mun betra í dag og ég var mjög þolinmóður,“ sagði McIlroy. „Þetta er einfaldlega eitthvað sem ég verð að halda áfram að gera, halda áfram að koma mér í þessa stöðu.

Ég held reyndar að enginn hefði getað náð Xander í dag, ég hefði þurft að spila á 9 höggum undir pari en augljóslega hefði ég getað spilað betur.

Ég gerði það sem ég ætlaði mér að gera og kom mér í fullt af færum, hitti flestar brautir, flest grín en náði ekki að koma boltanum í holu.“

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)