Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

McIlroy getur komist í efsta sæti heimslistans um helgina
Rory McIlroy. Mynd: Getty Images.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 20. janúar 2020 kl. 18:16

McIlroy getur komist í efsta sæti heimslistans um helgina

Það er mikið undir fyrir Norður-Írann Rory McIlroy um helgina þegar hann hefur árið á PGA mótaröðinni með þátttöku á Farmers Insurance Open.

Með sigri getur McIlroy nefnilega komist upp í efsta sæti heimslistans í fyrsta skiptið frá því árið 2015. Búið er að reikna út að með sigrinum komist McIlroy upp fyrir Brooks Koepka sem hefur nú verið í 45 vikur í efsta sætinu.

Örninn 2025
Örninn 2025

McIlroy var síðast í efsta sætinu þann 1. september 2015 en alls hefur hann verið 95 vikur í efsta sætinu og hafa einungis þeir Tiger Woods (683), Greg Norman (331) og Nick Faldo (97) verið lengur í því sæti.

McIlroy endaði í 5. sæti á Farmers Insurance Open í fyrra og er til alls líklegur um helgina.