Meiri munur á milli Rúv og Sky Sports, en á milli Axels og Rory
Rúv á sýningarréttinn á Íslandsmótinu í golfi og er ekki annað hægt að segja en mikið sé lagt í verkið og Rúv skili mótinu frábærlega heim í stofu til landsmanna. Hilmar Björnsson er íþróttastjóri Rúv, hann leiddi Kylfing í gegnum hvað gengur á bak við tjöldin en um 40 manns koma að útsendingunum af Íslandsmótinu.
Hilmar sem sumir íþróttaáhugamenn gætu munað eftir sparkandi í tuðru í svarthvíta KR-búningnum, er kylfingur í dag en viðurkennir fúslega að þar sem hann náði einum Íslandsmeistaratitli með Vesturbæingunum en er ekki líklegur til afreka á Íslandsmótinu í golfi, að golfið sýni ekki hans sterkustu íþróttahlið.