Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Miðasala á Tour Championship mótið hefur aukist um 170%
Tiger Woods
Föstudagur 14. september 2018 kl. 08:00

Miðasala á Tour Championship mótið hefur aukist um 170%

Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að Tiger Woods er mættur aftur. Eftir góða frammistöðu undanfarnar vikur er ljóst að Woods verður á meðal keppenda á lokamóti ársins, Tour Championship mótinu, sem verður leikið 20. til 23. september.

Sala á miðum fyrir mótið er í fullum gangi og er ljóst að áhrifin sem Woods hefur á miðasölu er ótvíræð. Meðalverð fyrir einsdagspassa er 65 dollarar og hefur miðasalan farið upp um 170% frá því í fyrra.

Einnig hefur innlit á síðu mótsins þar sem miðarnir eru seldir aukist um 65% frá því í fyrra. Það má því með sanni segja að endurkoma Woods haldi áfram að trekkja að fólk svo lengi sem hann sé á meðal keppenda.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)