Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Mikil aukning í spiluðum hringjum á völlum Keilis milli ára
Ólafur Þór Ágústsson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
fimmtudaginn 14. janúar 2021 kl. 10:44

Mikil aukning í spiluðum hringjum á völlum Keilis milli ára

Þrátt fyrir aðstæður í samfélaginu gekk árið 2020 vel hjá Golfklúbbnum Keili að sögn framkvæmdastjóra klúbbsins, Ólafs Þórs Ágústssonar.

Mikil fjölgun átti sér stað í spiluðum hringjum á árinu samanborið við árið 2019 en auk þess að fjölgunin hafi átt sér stað á Hvaleyrarvelli var sömuleiðis gríðarleg aukning á fjölda hringja á Sveinskotsvelli, 9 holu velli klúbbsins.

Örninn 2025
Örninn 2025

„Árið gekk bara ágætlega að mörgu leyti þrátt fyrir að erlendir kylfingar hafi alveg hreinsast út. Það sem vann það upp að hluta var hvað það fjölgaði á Sveinskotsvelli og það var fullt á Hvaleyrarvelli,“ sagði Ólafur í samtali við blaðamann Kylfings.

Samkvæmt rástímaskráningu klúbbsins voru alls leiknir 40.246 hringir síðasta sumar á Hvaleyrarvelli samanborið við 31.645 hringi árið 2019. Það er mikil fjölgun í leiknum hringjum á milli ára eða um 27%.

Fjölgunin var enn meiri á Sveinskotsvelli eða í kringum 83%. Alls voru 11.464 hringir spilaðir og kemur fram á heimasíðu klúbbsins að aldrei áður hafi sést jafn mikil fjölgun á leiknum hringjum milli ára.

„Undanfarin ár hafa tímarnir á milli 8 og hálf 12 fyrir hádegi verið þétt bókaðir og svo aftur á milli 15 og 19. Í fyrra sáum við hins vegar töluverða aukningu á milli hálf 12 og 15 og það sem spilar líklega þar inn í er að fólk var minna í vinnu og hafði meiri tíma. Þetta er í fyrsta skiptið sem við sjáum þá tíma svona vel notaða.“

Skipting leikinna hringja:

Hvaleyrarvöllur: 40.246 hringir
Sveinskotsvöllur: 11.464 hringir


Mynd: Ársskýrsla Keilis.


Mynd: Ársskýrsla Keilis.


15. holan á Hvaleyrarvelli. Mynd: [email protected]