Fréttir

Mikil fjölgun kylfinga í golfklúbbum á Íslandi
Kylfingar að leik í íslensku sumarveðri
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
miðvikudaginn 4. ágúst 2021 kl. 15:10

Mikil fjölgun kylfinga í golfklúbbum á Íslandi

Á vef Golfsambands Íslands er mjög athyglisverð grein um fjölgun iðkenda og aðra tölfræði.

Aldrei hafa fleiri kylfingar verið skráðir í klúbba en nú og er fjölgunin síðustu tvö árin umtalsverð. Skráðir félagar eru nú 22.187 sem er 12% aukning á milli ára.

Konur eru nú 33% skráðra félaga og hefur hlutfall þeirra aukist um 2% á milli ára.

14% skráðra kylfinga eru börn og unglingar sem er 4. hæsta hlutfall í Evrópu.

Meðalaldur karla er 46 ár og kvenna 52 ár. Meðalforgjöf karla er 28.3 en meðalforgjöf kvenna er 38.1.

Ýmsa aðra athyglisverða tölfræði má finna í greininni.

Tengill á greinina á vef Golfsambandsins