Nökkvi Gunnarsson skrifar
miðvikudaginn 1. desember 2021 kl. 08:51
Miklar framkvæmdir við 18. braut í Grafarholti
Miklar framkvæmdir eru nú við 18. brautina á Grafarholtsvelli. Verið er að slétta úr brautinni og grjóthreinsa en hólar og dældir hafa lengi einkennt þessa lokaholu vallarins.
Í meðfylgjandi Instagram færslu frá Golfklúbbi Reykjavíkur má sjá fjölda mynda frá framkvæmdunum.