Fréttir

Mótum frestað á Evrópumótaröðinni vegna Corona vírussins
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 15. febrúar 2020 kl. 18:37

Mótum frestað á Evrópumótaröðinni vegna Corona vírussins

Maybank Championship og Volvo China Open mótunum hefur verið frestað um ókomna tíð vegna Corona vírussins sem hefur verið að dreifast um allan heim.

Mótin eru hluti af Evrópumótaröðinni en greint var frá umræddri frestun á heimasíðu mótaraðarinnar um helgina.

Greint er frá því að ekki sé búið að ákveða nákvæma dagsetningu en líklegt þykir að mótin verði frekar haldin í haust.

Maybank Championship mótið átti að fara fram dagana 16.-19. apríl í Malasíu og viku seinna átti Volvo China Open að fara fram í Kína. Önnur mót á mótaröðinni munu líklega fara fram á réttum tíma en í vikunni fyrir Maybank mótið fer Masters mótið fram á Augusta National.