Prósjoppan
Prósjoppan

Fréttir

Myndband: Áhorfendur fengu óvænt að lýsa Opna írska mótinu
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 10. júlí 2019 kl. 10:55

Myndband: Áhorfendur fengu óvænt að lýsa Opna írska mótinu

Opna írska mótið fór fram um síðustu helgi á Lahinch golfvellinum en mótið var hluti af Evrópumótaröð karla.

Nokkrum áhorfendum mótsins var boðið að koma baksviðs og fylgjast með beinni útsendingu í svokölluðum VIP túr.

Það sem áhorfendurnir vissu ekki var að þeir áttu að lýsa mótinu í „beinni útsendingu“ með þeim Dougie Donnelly og Sam Torrance.

Niðurstaðan var þetta skemmtilega myndband hér fyrir neðan.