Fréttir

Myndband: Bætti Kuchar leguna á ólöglegan hátt?
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 7. september 2019 kl. 11:50

Myndband: Bætti Kuchar leguna á ólöglegan hátt?

Matt Kuchar var á meðal keppenda á móti vikunnar á Evrópumótaröðinni en hafði ekki erindi sem erfiði og komst ekki í gegnum niðurskurðinn í mótinu.

Kuchar náði samt sem áður að koma sér í fyrirsagnirnar því á öðrum hring mótsins náðist myndband af honum þar sem hann virtist bæta legu sína í sandi á ólöglegan hátt.

Í sjónvarpsútsendingu mótsins kom fram að Kuchar hafði fengið leyfi til að fjarlægja litla hluti á borð við steina í kringum boltann en á myndbandinu virðist Kuchar einnig fjarlægja mestan sand við boltann og var því búinn að bæta legu boltans töluvert.

„Við gætum verið hér í langan tíma,“ sagði annar lýsenda mótsins þegar Kuchar byrjaði að færa sandinn í kringum boltann. „Hann verður kominn með fullkomna legu eftir mínútu,“ bætti hinn við.

Myndband af atvikinu furðulega má sjá hér fyrir neðan.