Myndband: Berfættur Daly fór holu í höggi
Bandaríkjamaðurinn John Daly gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á dögunum í góðgerðarmóti. Athygli vekur að kylfingurinn skrautlegi var berfættur þegar hann sló draumahöggið.
Josh Price birti myndband af Daly á Instagram síðu sína og var eðlilega ánægður að hafa náð afrekinu á myndband.
Í myndbandinu sést Daly fagna högginu af yfirvegun en fram kemur að þetta hafi verið í 11. skiptið sem kylfingurinn magnaði fer holu í höggi á sínum ferli, geri aðrir betur.