Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Myndband: Bjerregaard með holu í höggi á PGA meistaramótinu
Lucas Bjerregaard.
Sunnudagur 19. maí 2019 kl. 20:55

Myndband: Bjerregaard með holu í höggi á PGA meistaramótinu

Daninn Lucas Bjerregaard gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á lokahring PGA meistaramótsins sem er í fullum gangi núna á Bethpage Black vellinum.

Bjerregaard náði draumahögginu á 17. holu vallarins sem spilast rúmlega 188 metra löng í dag. Boltinn lenti einu sinni fyrir framan áður en hann lenti í miðri holu.

Til gamans má geta að Lucas Glover, sem er í holli með Bjerrregaard, setti niður frábært glompuhögg stuttu seinna og léku þeir nafnarnir því holuna samtals á 3 höggum.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)