Prósjoppan mottumars
Prósjoppan mottumars

Fréttir

Myndband: Dæmigert högg hjá Bubba Watson sem heppnast ekki alveg
Bubba Watson
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 18. febrúar 2021 kl. 20:00

Myndband: Dæmigert högg hjá Bubba Watson sem heppnast ekki alveg

Fyrsta holan á Riviera vellinum, þar sem Genesis Invitational mótið á PGA mótaröðinni er leikið þessa dagana, er oft gjöful á fuglana. Holan er um 465 metra par fimm hola og dugar fyrir flesta atvinnukylfingana að slá dræver og létt járn til þess að komast inn á flöt. 

Það getur þó breyst fljótt ef kylfingar missa braut í upphafshögginu en hún er vel varin af trjám hægra megin og vinstra megin eru vallarmörk. Bubba Watson vildi því ekki taka neina áhættu í upphafshögginu og miðaði vel hægra megin við brautina. Það fór þó ekki betur en svo að boltinn sveigði um 80 metra til vinstri og endaði vinstra megin við brautina.

Bubba er þekktur fyrir að sýna ýmsa sérkennilega takta í sveiflunni sinni og sveigja boltann í allar áttir en í þetta skipti var það kannski full mikið. 

Hér fyrir neðan má sjá myndband af högginu.