Fréttir

Myndband: DeChambeau púttar með flaggið í frá ýmsum lengdum
Bryson DeChambeau
Föstudagur 4. janúar 2019 kl. 08:00

Myndband: DeChambeau púttar með flaggið í frá ýmsum lengdum

Eins og áður hefur komið fram fór PGA mótaröðin af stað á ný í gær þegar að Sentry Tournament of Champions mótið hófst. Það var einnig fyrsta mótið á PGA mótaröðinni sem notast við nýjar reglur sem tóku í gildi á árinu 2019.

Ein af reglubreytingunum var sú að kylfingar mega nú pútta með flaggið ofan í þrátt fyrir að vera inni á flötinni. Einn af þeim kylfingum sem nýtti sér það í gær var Bryson DeChambeau og gerði hann það frá ýmsum lengdum.

Á 11. holu:

Á 14. holu:

Á 16. holu:

Þetta virðist hafa skilað sér vel því eftir hringinn er hann samtals á fjórum höggum undir pari og jafn í sjötta sæti.