Fréttir

Myndband: Engin fagnaðarlæti þegar Howell fór holu í höggi
David Howell.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 9. október 2020 kl. 20:35

Myndband: Engin fagnaðarlæti þegar Howell fór holu í höggi

Englendingurinn David Howell fór holu í höggi á 14. holunni á Wentworth vellinum í dag á BMW PGA meistaramótinu sem fer fram á Evrópumótaröð karla.

Viðbrögð Howell voru nokkuð skondin en hann vissi í raun ekki hvort boltinn hefði ratað í holu fyrr en hann var kominn á flötina þegar hann var með pútterinn í hönd að leita að boltanum.

Howell er í fínum málum eftir tvo hringi á BMW PGA meistaramótinu, jafn í 25. sæti á 4 höggum undir pari. Þriðji og næst síðasti hringur mótsins fer fram á morgun, laugardag.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.