Fréttir

Myndband: Erfiður kafli á fyrri níu gerði Guðmundi erfitt fyrir
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 18. nóvember 2019 kl. 23:55

Myndband: Erfiður kafli á fyrri níu gerði Guðmundi erfitt fyrir

Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR féll í dag úr leik á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröð karla sem haldið er á Lumine golfsvæðinu á Spáni.

Guðmundur lék fyrstu fjóra hringi mótsins samtals á parinu en hann var á höggi yfir pari á lokahringnum.

Í viðtali við Kylfing eftir lokahringinn sagði Guðmundur að slæmur kafli á fyrri níu hafi gert honum erfitt fyrir á lokahringnum en hann hafi heilt yfir verið að slá mjög vel.

Þrátt fyrir þessa niðurstöðu er Guðmundur með þátttökurétt á næst sterkustu mótaröð Evrópu, Áskorendamótaröðinni, og gæti þar að auki fengið einstaka mót á Evrópumótaröðinni.

„Mér leið bara mjög vel þangað til ég kom á fimmtu holu,“ sagði Guðmundur sem var á þeim tímapunkti á tveimur höggum undir pari á hringnum. „Ég veit ekki alveg hvað gerðist þarna á teignum. Ég man ekki eftir því að hafa slegið svona högg. 

Eftir það þurfti maður nokkrar holur til þess að púsla þessu öllu saman.“

Viðtal við Guðmund má sjá hér í meðfylgjandi myndbandi.