Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Myndband: Guðmundur vann sér inn vel yfir milljón krónur
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Föstudagur 15. febrúar 2019 kl. 10:00

Myndband: Guðmundur vann sér inn vel yfir milljón krónur

Líkt og greint var frá í gær sigraði Guðmundur Ágúst Kristjánsson sitt fyrsta mót á Nordic Golf mótaröðinni þegar að hann fagnaði sigri á Mediter Real Estate Masters mótinu.

Ekki er sigurinn aðeins góður fyrir sjálfstaustið því hann færði Guðmundi einnig 67.500 danskar krónur, sem mun vafalaust hjálpa baráttu hans í að eltast við atvinnumannadrauminn. 67.500 krónur danskar eru á gengi dagsins rúmlega 1,2 milljón íslenskra króna.

Haraldur Franklín Magnús fékk tæplega 100.000 íslenskar krónur fyrir sinn árangur og Andri Þór Björnsson fékk um 20.000 krónur.

Næsta mót Íslendinganna er á sunnudaginn þegar að PGA Catalunya Resort Championship mótið hefst.

Hér að neðan má sjá lokapúttið hjá Guðmundi Ágústi Kristjánssyni þar sem hann sést fagna ásamt kærustu sinni og kylfubera, Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)