Fréttir

Myndband: Happy Gilmore bíómyndin fagnar 25 ára afmæli
Happy Gilmore.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 16. febrúar 2021 kl. 22:43

Myndband: Happy Gilmore bíómyndin fagnar 25 ára afmæli

Það eru fáir golfunnendur sem hafa ekki sé Happy Gilmore myndina en myndin fagnar einmitt 25 ára afmæli í dag. Þar fór Adam Sandler á kostum sem íshokkíleikmaðurinn Happy Gilmore sem slær í gegn eftir að hann kynnist golfíþróttinni.

Það sem einkenndi Gilmore var án nokkurs vafa sveiflan hjá honum en hann stillti sér alltaf upp töluvert frá boltanum og tók tilhlaup til þess að slá boltann. Þannig gat Gilmore slegið gríðarlega langt, miklu lengra en allir keppinautar hans.

Eins og sést í myndbandinu hér að neðan eru bestu kylfingar heims reglulega beðnir um að herma heftir sveiflu Gilmore og ljóst að myndin lifir enn góðu lífi.