Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Myndband: Högg nóvember mánaðar á Evrópumótaröðinni
Ross Fisher.
Miðvikudagur 5. desember 2018 kl. 12:57

Myndband: Högg nóvember mánaðar á Evrópumótaröðinni

Englendingurinn Ross Fisher átti högg nóvember mánaðar á Evrópumótaröð karla samkvæmt aðdáendum mótaraðarinnar. Kosið var um högg mánaðarins á síðu Evrópumótaraðarinnar og hafði Fisher betur gegn þremur öðrum kylfingum.

Högg Fisher kom á Turkish Airlines Open mótinu þegar hann bjargaði sér frábærlega úr skóginum hægra megin við braut á par 4 holu. Fisher þurfti að fá mikinn sveig á boltann frá vinstri til hægri og heppnaðist höggið fullkomlega.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
icelandair til 27 ágúst 640
icelandair til 27 ágúst 640