Fréttir

Myndband: Kinhult segist hafa leikið Pebble Beach á 49 höggum
Marcus Kinhult.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 11. júní 2019 kl. 20:56

Myndband: Kinhult segist hafa leikið Pebble Beach á 49 höggum

Svíinn Marcus Kinhult verður á meðal þátttakenda á Opna bandaríska meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn en þetta verður í fyrsta skiptið sem hann tekur þátt í mótinu.

Kinhult fagnaði sínum fyrsta sigri á Evrópumótaröð karla fyrr á árinu þegar hann bar sigur úr býtum á British Masters mótinu.

Í viðtali fyrir mótið sagðist Kinhult hafa leikið Pebble Beach völlinn oft og væri besta skorið hans þar 49 högg. Það hefði eflaust komist í fréttirnar hefði það gerst í alvöru því að sjálfsögðu var hann að tala um að hann hefði gert þetta í Playstation tölvunni sinni. Þá hafi hann leikið völlinn af fremstu teigum, með engum vind og slegið teighöggin sín yfir 320 metra á miðja brautt.

Það er vonandi að þessi ungi kylfingur geti leikið eitthvað í líkingum við það sem hann gerði í tölvunni hér áður fyrr.