Örninn sumar 21
Örninn sumar 21

Fréttir

Myndband: Ko og Bradley með magnaða erni
Lydia Ko hefur sigrað á 16 mótum á LPGA mótaröðinni.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 1. maí 2021 kl. 10:38

Myndband: Ko og Bradley með magnaða erni

Líkt og flestar aðrar vikur er leikið á stærstu mótaröðum heims í vikunni, þeim LPGA og PGA mótaröðunum í golfi.

Á LPGA mótaröðinni er Lydia Ko í toppbaráttunni á HSBC Women's World Championship á 10 höggum undir pari. Ko mun hefja lokadaginn fjórum höggum á eftir efsta kylfingi þökk sé mögnuðum erni á lokaholu þriðja keppnisdagsins. Innáhöggið hennar á par 4 holunni var frábært en þurfti þó viðkomu annars bolta til þess að rata beint í holu eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.

Sólning
Sólning

Á PGA mótaröðinni endaði Keegan Bradley einnig daginn á erni á par 4 holu en hann leiðir eftir tvo hringi á Valspar meistaramótinu. Það högg lenti rétt fyrir aftan holu og rúllaði til baka being í holu.

Örninn járn 21
Örninn járn 21