Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Myndband: Lee dró sig úr leik eftir sex pútt á lokaholunni
Danny Lee.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
laugardaginn 19. september 2020 kl. 23:34

Myndband: Lee dró sig úr leik eftir sex pútt á lokaholunni

Winged Foot völlurinn hefur reynst keppendum gríðarlega erfiður undanfarna tvo daga og til marks um það þá eru aðeins þrír kylfingar undir pari þegar einum hring er ólokið.

Danny Lee er ekki einn af þeim kylfingum sem er undir pari en fyrir lokaholu dagsins var Lee að leika ágætlega og var á þremur höggum yfir pari. Samtals var hann þá á átta höggum yfir pari. Hann átti eftir rúmlega meters pútt á lokaholunni til að enda hringinn á þremur yfir pari en í stað þess að setja púttið í endaði hann á að pútta sex sinnum. Hann lék lokaholunni því á níu höggum og endaði hringinn á átta höggum yfir pari.

Örninn 2025
Örninn 2025

Eins og sést í myndbandinu hér að neðan virtist lítill áhugi hjá Lee því eftir tvær tilraunir hætti hann að spá í púttunum og púttaði bara út í loftið. 

Hann ákvað að draga sig úr leik eftir hringinn í dag og sagði ástæðuna vera meiðsli í úlnlið.