Örninn sumar 21
Örninn sumar 21

Fréttir

Myndband: Luiten fór holu í höggi aðra vikuna í röð
Joost Luiten.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
fimmtudaginn 29. apríl 2021 kl. 21:34

Myndband: Luiten fór holu í höggi aðra vikuna í röð

Hollendingurinn Joost Luiten notaði sjö járn á annarri holu Tenerife Open mótsins í dag þegar hann fór holu í höggi, aðra vikuna í röð.

Luiten fór nefnilega líka holu í höggi á síðasta móti á Evrópumótaröðinni og hefur hann nú náð draumahögginu oftar á tveimur vikum en flestir ná á öllum ferlinum.

Sólning
Sólning

„Bara að miða á flaggið,“ sagði Luiten aðspurður um lykillinn að árangrinum. „Það skiptir ekki máli hvar flaggið er, miðaðu bara á það. Ef þú gerir það nógu oft verður maður heppinn á endanum. Jafnvel blindur íkorni finnur stundum hnetur og það var ég í dag og í síðustu viku.“

Luiten hafði fengið skolla á fyrstu holu dagsins og sagðist því hafa verið svekktur þegar hann kom á annan teiginn en það breyttist skyndilega.

Örninn járn 21
Örninn járn 21