Örninn #galvin
Örninn #galvin

Fréttir

Myndband: Morikawa sigraði eftir bráðabana gegn Thomas
Collin Morikawa. Mynd: golfsupport.nl.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 12. júlí 2020 kl. 21:47

Myndband: Morikawa sigraði eftir bráðabana gegn Thomas

Collin Morikawa fagnaði í dag sínum öðrum titli á PGA mótaröðinni þegar hann sigraði á Workday Charity Open mótinu.

Morikawa hafði betur gegn samlanda sínum Justin Thomas en þeir fóru í þriggja holu bráðabana um sigurinn eftir að hafa leikið hringina fjóra á 19 höggum undir pari.

Fyrsta hola bráðabanans var mögnuð en Thomas setti niður um 15 metra pútt fyrir fugli áður en Morikawa jafnaði hann með 8 metra pútti beint í holu.

Á þriðju holu bráðabanans hafði Morikawa að lokum betur en hann fékk öruggt par á meðan Thomas missti par pútt sitt eftir að hafa slegið upp við tré í teighöggi sínu.

Morikawa, sem er fæddur árið 1997, hefur nú oftar fagnað sigri á PGA mótaröðinni (2) en hann hefur ekki komist í gegnum niðurskurðinn (1).

Lokastaða efstu manna:

1. Collin Morikawa, -19
2. Justin Thomas, -19
3. Viktor Hovland, -15
4. Chase Seiffert, -14
5. Gary Woodland, -12
5. Ian Poulter, -12

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.