Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Myndband: Paul Scholes með frábær tilþrif á golfvellinum
Paul Scholes og félagar í gær
Fimmtudagur 24. maí 2018 kl. 15:15

Myndband: Paul Scholes með frábær tilþrif á golfvellinum

Það eru eflaust margir sem muna eftir Paul Scholes og því sem hann gerði á fótboltavellinum hér á árum áður, en eflaust fáir sem hafa séð golfhæfileika hans.

Paul Scholes spilaði með fyrrum liðsfélögum sínum hjá Manchester United, Michael Carrick og Teddy Sheringham, í Pro-Am mótinu fyrir BMW PGA Championship mótið. Með þeim í holli var enginn annar er Rory McIlroy, en sjálfur er hann mikill aðdáandi Manchester United. 

Á hringnum í gær gerði Scholes sér lítið fyrir og sló ofaní úr glompu á holu einni og eins og sést í mynbandi hér að neðan var höggið ekki auðvelt. Það er nokkuð ljóst að Scholes hefur spilað nokkra hringi eftir að hafa lagt skóna á hilluna.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)