Fréttir

Myndband: Reavie fór holu í höggi í 21. skiptið á ferlinum
Chez Reavie.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 24. ágúst 2019 kl. 18:52

Myndband: Reavie fór holu í höggi í 21. skiptið á ferlinum

Bandaríkjamaðurinn Chez Reavie fór holu í höggi á öðrum keppnisdegi TOUR Championship mótsins á föstudaginn á East Lake vellinum í Atlanta. Reavie náði draumahögginu á níundu holu vallarins sem spilaðist rúmlega 210 metra löng í gær. Þetta er í fyrsta skipti í sögu mótsins sem kylfingur fer holu í höggi á þessari löngu holu en alls ekki í fyrsta skipti sem Reavie fer holu í höggi.

Eftir höggið í gær hefur Reavie nú farið holu í höggi 21 sinnum á sínum ferli sem er nokkuð sem örfáir í golfsögunni hafa afrekað.

Reavie lék manna best á öðrum keppnisdeginum, kom inn á 64 höggum og er þessa stundina jafn í 6. sæti á 7 höggum undir pari.

Þriðji og næst síðasti hringur TOUR Championship fer fram í dag. Mótið er síðasta mót tímabilsins á PGA mótaröðinni og sker úr um það hver hreppir FedEx stigameistaratitilinn. Hér er hægt að sjá stöðuna.