Fréttir

Myndband: Sjáðu allt það helsta frá lokahringnum hjá Casey
Paul Casey.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 8. september 2019 kl. 21:08

Myndband: Sjáðu allt það helsta frá lokahringnum hjá Casey

Englendingurinn Paul Casey sigraði í dag á Porsche European Open mótinu sem fór fram í Þýskalandi.

Casey lék frábært golf á lokahring mótsins, fékk sex fugla og tapaði ekki höggi. Þrátt fyrir það hefði hann jafnvel getað spilað enn betur en nokkur pútt fóru rétt framhjá holunni.

Hann varð að lokum höggi á undan heimamanninum Bernd Ritthammer, Skotanum Robert Macintyre og Austurríkismanninum Matthias Schwab.

Athygli vekur að nokkrir kylfingar mótsins voru fengnir í viðtal á miðjum hring en eins og sjá má eftir rúmlega mínútu af myndbandinu hér fyrir neðan spjallaði Casey við fjölmiðlamann á 6. holu þegar hann labbaði að bolta sínum.