Fréttir

Myndband: Spieth sló í holu af 146 metra færi
Jordan Spieth. Mynd: Golfsupport.nl.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 14. febrúar 2021 kl. 09:45

Myndband: Spieth sló í holu af 146 metra færi

Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth er með tveggja högga forystu fyrir lokahringinn á AT&T Pebble Beach Pro-Am mótinu sem fer fram á PGA mótaröðinni í golfi.

Spieth leiddi eftir tvo hringi en var búinn að kasta frá sér forystunni eftir þrjá skolla á seinni níu á þriðja hring. Hann átti hins vegar högg dagsins á 16. holu þegar hann sló beint í holu af 146 metra færi fyrir erni.

Á þeim tímapunkti jafnaði hann Daniel Berger í forystu en Berger fékk svo tvöfaldan skolla á 18. holu og því verður Spieth með tveggja högga forystu þegar lokahringur mótsins fer fram í dag.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.