Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Myndband: Sprenghlægilegt athæfi Jimmy Fallon og nokkurra keppenda Players mótsins
Rory McIlroy og Jimmy Fallon.
Þriðjudagur 19. mars 2019 kl. 18:00

Myndband: Sprenghlægilegt athæfi Jimmy Fallon og nokkurra keppenda Players mótsins

Það voru nokkur viðtöl fyrir Players meistaramótið sem fólki fannst töluvert skrítin. Mikið var fjallað um mótið en það voru augnablik sem létu áhorfendur og fréttamenn reka upp stór augu.

Til dæmis lét Adam Scott hafa eftir sér að hann hefði sleppt að spila Augusta National, heimavöll Masters mótsins, af því að hann og konan hans hefðu verið að fara á Reba McEntire tónleika. Rory McIlroy virtist einstaklega spenntur fyrir brauðstöngum og Jason Day líkti því að vinna risamót við það að vinna Grammy verðlaun árið 1992.

Síðan voru aðrir kylfingar sem sögðu hluti sem virtust í engu samhengi við það sem umræðan var um. 

Það kom svo á daginn að þáttastjórnandi „The Tonight Show“, Jimmy Fallon hafði fengið nokkra kylfinga með sér í lið til að taka þátt í dagskrárlið þáttarins sem heitir „Drop It In“ þar sem kylfingarnir voru beðnir um að segja ákveðna frasa.

Niðurstaðan er þetta sprenghlægilega myndband sem má sjá hér að neðan.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)