Fréttir

Myndband: Viðtal við tvöfalda Íslandsmeistarann Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur
Nína Björk Geirsdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Saga Traustadóttir. Mynd: seth@golf.is
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 12. ágúst 2019 kl. 10:14

Myndband: Viðtal við tvöfalda Íslandsmeistarann Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur

Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK sigraði á Íslandsmótinu í höggleik annað árið í röð um helgina. Mótið var haldið á Grafarholtsvelli og lék Guðrún hringina fjóra í mótinu á þremur höggum undir pari.

Guðrún Brá er fyrsti kvenkylfingurinn frá árinu 1996 til að verja titil sinn en síðust til að afreka það var Karen Sævarsdóttir.

Blaðamenn Kylfings voru á svæðinu og tóku viðtal við tvöfalda Íslandsmeistarann sem var eins og við var að búast sátt með titilinn.

Icelandair - 21 jan 640
Icelandair - 21 jan 640