Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Myndband: Viðtal við tvöfalda Íslandsmeistarann Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur
Nína Björk Geirsdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Saga Traustadóttir. Mynd: [email protected]
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 12. ágúst 2019 kl. 10:14

Myndband: Viðtal við tvöfalda Íslandsmeistarann Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur

Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK sigraði á Íslandsmótinu í höggleik annað árið í röð um helgina. Mótið var haldið á Grafarholtsvelli og lék Guðrún hringina fjóra í mótinu á þremur höggum undir pari.

Guðrún Brá er fyrsti kvenkylfingurinn frá árinu 1996 til að verja titil sinn en síðust til að afreka það var Karen Sævarsdóttir.

Örninn 2025
Örninn 2025

Blaðamenn Kylfings voru á svæðinu og tóku viðtal við tvöfalda Íslandsmeistarann sem var eins og við var að búast sátt með titilinn.