Fréttir

Myndband: Woods mættur á Bethpage Black fyrir PGA meistaramótið
Tiger Woods.
Fimmtudagur 9. maí 2019 kl. 11:00

Myndband: Woods mættur á Bethpage Black fyrir PGA meistaramótið

Annað risamót ársins, PGA meistaramótið, hefst næsta fimmtudag og er leikið á Bethpage Black vellinum að þessu sinni. Einn af þeim kylfingum sem þykir hvað sigurstranglegastur er Masters meistarinn, Tiger Woods.

Woods hefur ekki keppt í móti síðan hann fagnaði sigri á Masters mótinu en hann virðist í góðu formi ef marka má myndband sem birtist af honum í gær. Í mynbandinu sést hann slá á þriðju holu vallarins. Holan er um 210 metra löng par 3 hola og sló hann tvö högg. Höggin enduðu bæði nálægt holu og samkvæmt vitnum endaði annar um 2 metra frá holu.

Fyrr í þessari viku sást snekkja Woods við bryggju á Long Island en völlurinn er einmitt á miðri eyjunni.

Rúnar Arnórsson
[email protected]