Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Myndband: Woods sást æfa sig á Pebble Beach fyrir næsta risamót
Tiger Woods.
Laugardagur 25. maí 2019 kl. 08:00

Myndband: Woods sást æfa sig á Pebble Beach fyrir næsta risamót

Tiger Woods reið ekki feitum hesti frá öðru risamóti ársins, PGA meistaramótinu, sem kláraðist um síðustu helgi. Woods, sem sigraði Masters mótið, lék hringina tvo á fimm höggum yfir pari og var hann því einu höggi frá því að komast áfram.

Á fimmtudaginn tilkynnti Woods að hann yrði á meðal keppenda á Memorial mótinu sem fer fram dagana 30. maí til 2. júní næstkomandi. Það mun verða eina mótið sem Woods leikur í áður en þriðja risamót ársins, Opna bandaríska meistaramótið, hefst 13. júní.

Daginn eftir þessa tilkynningu sást til Woods ásamt kærustu sinni Ericu Herman að kíkja á aðstæður á Pebble Beach vellinum en Opna bandaríska meistaramótið verður leikið þar í ár.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Via @_krebs831 Instagram Story

A post shared by @ golf_snaps on

Woods á góðar minningar frá vellinum en árið 2000 vann hann tvö mót á vellinum. Annars vegar AT&T Pebble Beach Pro-Am og svo Opna bandaríska meistaramótið en hann vann það með 15 höggum sem er enn þann dag í dag met yfir stærsta sigur í risamóti.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)