Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Nær Guðmundur sínum fyrsta sigri á Nordic Golf mótaröðinni í dag?
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Fimmtudagur 14. febrúar 2019 kl. 10:14

Nær Guðmundur sínum fyrsta sigri á Nordic Golf mótaröðinni í dag?

Guðmundur Ágúst Kristjánsson verður í lokahollinu þegar lokahringur Mediter Real Estate Masters mótsins fer fram í dag á PGA Catalunya svæðinu í Barselóna.

Guðmundur er á 8 höggum undir pari í mótinu eftir tvo hringi og er höggi á undan næsta manni sem er Jarand Ekeland Arnoy. 

Fari svo að Guðmundur sigri í dag verður það hans fyrsti sigur á Nordic Golf mótaröðinni en hans besti árangur á mótaröðinni kom í fyrra þegar hann endaði í 4. sæti á OnePartnerGroup Open.

Auk Guðmundar verða þeir Haraldur Franklín Magnús og Andri Þór Björnsson í eldlínunni í dag þegar lokahringur mótsins fer fram.

Rástímar íslensku kylfinganna:

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, 11:05
Haraldur Franklín Magnús, 9:45
Andri Þór Björnsson, 10:25

Hér verður hægt að fylgjast með skori keppenda í beinni.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)