Fréttir

Nína og Sigmundur Íslandsmeistarar +35 árið 2020
Sigmundur Einar Másson, GÖ og Nína Björk Geirsdóttir, GM. Íslandsmeistarar í flokki +35 ára 2020. Mynd/[email protected].
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 9. ágúst 2020 kl. 16:22

Nína og Sigmundur Íslandsmeistarar +35 árið 2020

Samhliða Íslandsmótinu í golfi var keppt á Íslandsmóti 35 ára og eldri í karla- og kvennaflokki.

Nína Björk Geirsdótir, GM, sigraði í kvennaflokknum og er þetta annað árið í röð þar sem hún fagnar þessum titli.

Sigmundur Einar Másson, GÖ, sigraði í karlaflokknum og er þetta í annað sinn sem hann sigrar á Íslandsmóti +35. Hlynur Geir Hjartarson, GOS varð annar og Jón Karlsson GR þriðji.

Sigmundur Einar fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í golfi árið 2006 á Urriðavelli. Nina Björk Geirsdóttir, GM, sigraði á Íslandsmótinu í golfi árið 2007. 

Lokastaðan í karlaflokknum:

1. Sigmundur Einar Másson, GÖ 294 högg (77-72-73-72) (+6)
2. Hlynur Geir Hjartarson, GOS 300 högg (78-72-72-78) (+12)
3. Jón Karlsson, GR 301 högg (75-74-72-80) (+13)

Lokastaðan í kvennaflokknum:

1. Nína Björk Geirsdóttir, GM 312 högg (80-74-80-78) (+24)