Fréttir

Nökkvi með nýja golfbók - Vertu þinn eigin golfkennari
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 7. júní 2021 kl. 10:19

Nökkvi með nýja golfbók - Vertu þinn eigin golfkennari

Nökkvi Gunnarsson, golfkennari og fyrrverandi afrekskylfingur hefur gefið út nýja golfbók sem heitir „Vertu þinn eigin golfkennari“.

Bókin er 18 x 12 cm og 80 blaðsíður og  því mjög meðfærileg ogsmellpassar í golfpokann. Í bókinni eru um 100 ljósmyndir teknar af hinum frábæra ljósmyndara Sigjurjóni Raganri.

„Eins og nafnið gefur til kynna er bókinni ætlað að vera kylfingum innan handar svo þeir geti sjálfir séð um að lagfæra það sem úrskeiðis fer í sveiflunni. Hún er byggð upp á því kerfi sem ég hef komið mér upp í golfkennslunni á síðustu árum. Það kerfi byggist upp á því að ná upp færni til að stýra fjórum atriðum í höggstöðunni þegar boltinn er hittur. Ég kýs að kalla þessi atriði lykla og kerfið nefni ég því Fjögurra lykla kerfið,“ segir í tilkynningu frá Nökkva.

Lyklarnir eru eftirfarandi:

- Lágpunktur sveiflunnar

- Hittu á miðjan kylfuhausinn

- Stefna kylfuhaussins

- Sveifluferillinn

„Nái kylfingur að bæta færni sína í að framkvæma þessi atriði mun góðu höggunum fjölga samkvæmt því. Bókin inniheldur fjölda æfinga í lyklunum fjórum og verkfæri til leiðréttinga á algengum villum.“

Bókina má nálgast á www.gaedagolf.is og í helstu golfverslunum.