Fréttir

Nordic Golf: Axel og Haraldur á 73 og 74 höggum
Axel Bóasson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 15. ágúst 2019 kl. 13:58

Nordic Golf: Axel og Haraldur á 73 og 74 höggum

Fyrsti hringur Åhus KGK ProAm mótsins á Nordic Golf mótaröðinni fer fram í dag og hafa þeir Axel Bóasson og Haraldur Franklín Magnús lokið leik við fyrsta hring. Eftir daginn eru þeir á þremur og fjórum höggum yfir pari og verða líklega um miðjan hóp í lok dags.

Bæði Axel og Haraldur hófu leik á fyrsta teig í morgun. Framan af var Axel að leika mjög gott golf og var til að mynda á tveimur höggum undir pari eftir 13 holur. Þá fékk hann aftur á móti 7 högg á par 3 holu. Hann tapaði einu höggi til viðbótar og endaði því hringinn á 73 höggum, eða þremur höggum yfir pari. Eftir daginn er Axel jafn í 36. sæti.

Haraldur byrjaði daginn illa og var kominn fjögur högg yfir par eftir fjórar holur. Hann lék fínt golf það sem eftir lifði hrings og lék síðustu 14 holurnar á pari vallar. Hringinn endaði hann því á 74 höggum, eða fjórum höggum yfir pari, og er jafn í 48. sæti. 

Guðmundur Ágúst Kristjánsson er einnig á meðal keppenda en hann hóf leik eftir hádegi. Hann hefur lokið við níu holur og er á einu höggi yfir pari sem stendur. Hægt er að fylgjast með gangi mála hérna.


Haraldur Franklín Magnús.